“Reyklaus bekkur” 2001-2002 – Ísland

 

Árið 1999 hóf Ísland þátttöku í Evrópusamkeppninni “Smokefree Class Competition”. Framkvæmdaraðilar keppninnar eru Tóbaksvarnanefnd og Krabbameinsfélagið. Öllum reyklausum 7. og 8. bekkjum á landinu stendur til boða að vera með. Ísland tekur nú þátt í þriðja sinn og í vetur skráðu 340 bekkir sig til leiks. Lætur nærri að það séu rétt yfir 6.000 nemendur. Hér á landi hefur þátttakan alltaf verið góð og hefur í raun aukist með hverju ári. Keppnin hófst 15. nóvember árið 2001 og lýkur 14. maí árið 2002.

Markmið:

  • að hvetja nemendur til að vera “frjálsa-reyklausa” og byrja ekki að fikta við reykingar.

Framkvæmd:

  • Allir nemendur skrifa undir samning þar sem þeir skuldbinda sig til að vera reyklausir þann tíma sem keppnin stendur yfir.
  • Bekkurinn staðfestir reykleysi 6 sinnum yfir tímabilið og er það gert í gegnum vefsíðu (www.reyklaus.is).
  • Til að eiga möguleika á að vinna til fyrstu verðlauna verður bekkurinn að senda inn tillögur að fræðsluefni um skaðsemi tóbaks, tillögur að auglýsingum, slagorðum eða áróðri gegn tóbaksnotkun.
  • Sérstök dómnefnd fer yfir tillögurnar og metur hvaða bekkur hlýtur fyrstu verðlaun. Allir bekkir sem ljúka þátttöku eiga möguleika á að vinna til annarra verðlauna og dregið verður um vinningshafa.

Verðlaun:

  • Ferð fyrir einn bekk til útlanda. Í ár verður farið með vinningsbekkinn til München í Þýskalandi. Þar mun bekkurinn sýna sitt framlag ásamt öðrum þátttökuþjóðum.
  • Óvissuferð innanlands fyrir fjóra bekki.
  • Ferðageislaspilarar.
  • Geisladiskar.
  • Bolir.
  • Lítil gjöf til allra þátttakenda.